.


_








Það er íslensk leiðréttingarskrá fáanleg frá Mozilla stofnuninni sem að á að virka á flest ef ekki öll forrit sema að hún gefur út, þar á meðal Firefox, Thunderbird, Kompozer, SeaMonkey, Sunbird osf.

Vandamálið er hinsvegar einfalt, forsniðið á skjöl fyrir Myspell leiðréttingarforritið sem að þessi forrit hafa innbyggð hefur ekki breyst til fleiri ára, en Mozilla heimtar samt alltaf að leiðréttingarskráin sé einungis merkt því forriti sem að hún fylgir ogað almenna útgáfan noti þau einungis útgáfu sem að til er hverju sinni, þannig að ef núverandi útgáfa er 2,5 þá vill skráin ekki virka með 2,6 osf.

Vandamál koma því upp ef að ný útgáfa af Firefox kemur út en þeir sem sjá um íslensku útgáfuna uppfæra leiðréttingarskrána sem að fylgir Firefox/Thunderbird en ekki almennu leiðréttingarskrána sem að er til niðurhleðslu, og einnig hafa komið upp vandamál vegna þess að almenna skráin er einungis með hausa fyrir Firefox, Thunderbird og Semonkey en ekki önnur Mozilla forrit þó að þau séu fullkomlega samhæfð ein og Camino og Kompozer.

Ef að þú ert að nota erlenda útgáfu af Firefox eins og Ensku eða tékkneska útgáfuna, eða Firefox fyrir önnur stýrikerfi eins og OS/2 eða jafnvel er að prufukeyra tilraunaútgáfu en vilt hafa val á íslenskri leiðréttingu verðurðu því að bíða eftir því að almenna útgáfan sé leiðrétt en það hafa verið verið eitthvað um að það hafi ekki verið gert á undanförnum árum. 

Lausnin á þessu er infaldlega að laga þetta sjálfur, halaðu niður nýjustu leiðréttingarskránni sem að þú finnur og opnaðu hana með forriti eins og Winrar eða öðru þvílíku sem að getur opnað ZIP skrár, afþjappaðu  skrá sem að heitir "install.rdf" og opnaðu hana með hvaða forriti sem að getur opnað hreinar textaskrár eins og t.d. WordPad á Windows eða E, T og Edit á OS/2.

Það eru 3 hausar í íslensku útgáfunni, efsti er fyrir Firefox, næsti er fyrir Thunderbird og sá neðsti er fyrir Seamonkey. Ef að þú ert að nota Firefox 3.8 finndu á þessa línu í efsta hausnum:

<em:maxVersion>3.5.*</em:maxVersion>

og breyttu 3.5.* í 3.8.*, sama gildir ef þú ert með Thunderbird 3.2 finndu þá samsvarandi línu í öðrum hausnum og breyttu henni úr t.d. 3.0a1 í 3.2 osf.

Til að fá Kompozer til að virka bætið þessum línum inn:
 <em:targetApplication>

      <Description>    <em:id>{20aa4150-b5f4-11de-8a39-0800200c9a66}</em:id>
    <em:minVersion>0.7.99</em:minVersion>
    <em:maxVersion>1.0+</em:maxVersion>
      </Description>
    </em:targetApplication>

Setjið þetta inn fyrir neðan einhverja línu sem að endar á </em:targetApplication>

Vistaðu breytingarnar og notaðu sama forritið og að þú opaðir .xpi skránna með til að uppfæra "install.rdf" sem að er í xpi skránni í það sem að þú breyttir. Nú geturðu opnað xpi skránna í því Mozilla forriti sem að þú ætlaðir að nota og það virkar.

Þú getur notað sömu aðferð til að fá íslenska leiðréttingu með hvaða Mozilla forriti sem er og með hvaða stýrikerfi sem er, jafnvel Firefox Alpha á Amiga-OS, halaðu niður bara einhverri leiðréttingarskrá fyrir það forrit og steldu Targetapp haus fyrir það forrit úr"install.rdf" skránni fyrir það forrit eins og sýnt er hér að ofan fyrir Kompozer.

Einnig má nota íslenskunar skrár fyrir Windows og Linux til að íslenska Firefox og Thunderbird fyrir önnur stýrikerfi, hver útgáfa af þessum forritum hefur sér XPI skrá fyrir hvert tungumál falda á FTP svæði mozilla.org sem að er ekki niðurhalanlegt frá vefsíðu þeirra. Höfundur hefur fengið með þessari aðferð íslenskt viðmót á OS/2 með Windows XPI skrá og á BSD með Linux skrá.

Eina vandamálið er að tilvísanir í hjálp segja Windows í staðin fyrir OS/2 osf.



















© 1989 - 2010 Ólafur Gunnlaugsson